Ég fór í rannsókn hjá hjartalækni á dögunum og hann hefur gefið mér grænt ljós á að æfa aftur. Ég átti von á þessum fregnum síðar í sumar en það var ánægjulegt að fá þessi svör núna. Ég er því byrjaður að æfa körfubolta aftur og stefni á að verða klár í slaginn með Njarðvík í haust þegar næsta tímabil hefst,“ sagði landsliðsmiðherjinn Friðrik Stefánsson í gær en hann hefur farið í tvær hjartaaðgerðir á sl. átta mánuðum vegna hjartaflökts.
„Það er hugur í okkur Njarðvíkingum og þrátt fyrir að einhverjir leikmenn séu farnir þá taka alltaf aðrir við. Ég hlakka til að takast á við næsta tímabil undir stjórn Vals Ingimundarsonar þjálfara,“ sagði Friðrik en Valur mun skrifa undir samning við félagið í kvöld.
„Miðað við hvað ég er slakur í golfi þá hafði ég töluverðar áhyggjur af því að þurfa að hætta strax í körfuboltanum. Ég er ekki tilbúinn að taka upp golfkylfurnar alveg strax.“