Boston og Lakers mætast í NBA-úrslitum

Kevin Garnett, leikmaður Boston, huggar Richard Hamilton, leikmann Detroit, eftir …
Kevin Garnett, leikmaður Boston, huggar Richard Hamilton, leikmann Detroit, eftir leikinn í nótt. Reuters

Margir áhugamenn um bandarísku NBA körfuboltadeildina eru kátir eftir að ljóst varð í nótt að Boston Celtics tryggði sér sigur á Detroit Pistons, 89:81, í sjötta leik liðanna í úrslitaviðureign Austurdeildar NBA og þar með viðureignina 4:2.

Boston mun nú mæta LA Lakers í úrslitum NBA deildarinnar en liðin tvö mættust þrívegis í úrslitum deildarinnar á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar. Þá voru upp á sitt besta leikmenn á borð við Larry Bird hjá Boston og Magic Johnson hjá Lakers.

Leikurinn í nótt fór fram á heimavelli Detroit en liðið hafði þangað til  ekki verið slegið út úr keppninni á heimavelli í sex ár. Detroit hefur allan þann tíma spila spilað í úrslitaviðureign Austurdeildar og einu sinni orðið NBA meistari, árið 2004.

Fyrsti leikurinn í úrslitaviðureigninni verður í Boston á fimmtudag.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert