Boston komið í 2:0 gegn Lakers

Pau Gasol og Sasha Vujacic brjóta á Paul Pierce 22 …
Pau Gasol og Sasha Vujacic brjóta á Paul Pierce 22 sekúndum fyrir leikslok. Pierce skoraði úr vítaskotum og Boston var með pálmann í höndunum. Reuters

Boston Celtics lagði Los Angeles Lakers að velli í annað sinn í nótt, í leik númer tvö um NBA-meistaratitilinn í körfuknattleik, 108:102, á heimavelli sínum.

Það munaði þó ekki miklu að Boston klúðraði yfirburðaforystu í fjórða leikhluta. Staðan var 95:71 þegar 8 mínútur voru eftir en Lakers var nálægt því að vinna upp þennan 24 stiga mun með miklum endaspretti. Kobe Bryant minnkaði muninn í 104:102 þegar enn voru 38 sekúndur eftir af leiknum en þá tók Paul Pierce til sinna ráða. Hann skoraði úr tveimur vítaskotum, varði síðan 3ja stiga skot frá Sasha Vujacic, og það var svo James Posey sem tryggði Boston sigurinn úr tveimur vítaskotum 12 sekúndum fyrir leikslok.

Boston: Paul Pierce 28, Leon Powe 21, Ray Allen 17, Kevin Garnett 17, James Posey 8, Kendrick Perkins 7, P.J. Brown 6, Rajon Rondo 4.
Lakers: Kobe Bryant 30, Pau Gasol 17, Vladimir Radmanovic 13, Lamar Odom 10, Jordan Farmar 9, Derek Fisher 9, Sasha Vujacic 8, Ronny Turiaf 4, Luke Walton 2.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert