Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik tapaði með 53 stiga mun gegn Litháen í vináttulandsleik 115:62 sem fram fór í dag í Kaunas. Leikurinn er hluti af undirbúning Litháen fyrir Ólympíuleikana í Peking í ágúst en liðin eigast við að nýju á þriðjudaginn en sá leikur fer fram í Vilnius.
Ísland og Litháen hafa mæst sjö sinnum og aðeins einu sinni hefur Ísland náð að sigra, í Reykjavík árið 1992.