Ísland tapaði fyrir Svíþjóð

Helena Sverrisdóttir var atkvæðamest í tapi Íslands gegn Svíþjóð á …
Helena Sverrisdóttir var atkvæðamest í tapi Íslands gegn Svíþjóð á Norðurlandamótinu í körfubolta. mbl.is/Brynjar Gauti

Íslenska A-landslið kvenna í körfuknattleik beið lægri hlut fyrir landsliði Svíþjóðar á Norðurlandamótinu í dag, 47:81. Atkvæðamest í liði Íslands var Helena Sverrisdóttir með 17 stig, 3 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Næstir henni í stigaskorun voru reynsluboltarnir í liðinu, Hildur Sigurðardóttir og Signý Hermannsdóttir. Í hálfleik var staðan 43:19 fyrir Svía. Ísland leikur svo við Noreg á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert