Íslenska landsliðið í körfuknattleik karla æfir nú af krafti fyrir undankeppni Evrópumótsins sem hefst í haust. Á miðvikudag heldur landsliðið til Írlands hvar það tekur þátt í fjögurra þjóða móti ásamt Írum, Pólverjum og háskólaliði Notra Dame.
Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari, og Guðjón Skúlason aðstoðarmaður hans hafa gert nokkrar breytingará liðinu sem lék tvo æfingaleiki gegn Litháení júní. Jón Arnar Stefánsson, Friðrik Stefánsson og Fannar Ólafsson koma inn í stað þeirra Harðar Axels Vilhjálmssonar, Finns Magnússonar og Jóhanns Ólafssonar.
Liðið er þannig skipað:
Fannar Ólafsson
Friðrik Stefánsson
Sigurður Þorsteinsson
Helgi Magnússon
Hlynur Bæringsson
Sigurður Þorvaldsson
Logi Gunnarsson
Jón Arnór Stefánsson
Jakob Örn Sigurðsson
Páll Axel Vilbergsson
Magnús Þór Gunnarsson
Sveinbjörn Claessen