Sigur vannst á Írum

Góður dagur fyrir Ísland. Körfuboltalandsliðið vann sigur á Írum.
Góður dagur fyrir Ísland. Körfuboltalandsliðið vann sigur á Írum. Ómar Óskarsson

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta lét sitt ekki eftir liggja á þessum stóra degi í íslenskri íþróttasögu. Þeir sigruðu lið Íra 73:70 í öðrum leik sínum á sterku æfingamóti á Írlandi.

Að sögn Sigurðar Ingimundarsonar þjálfara var leikurinn spennandi fram á lokastund en íslenska liðið átti aftur slæman kafla í þriðja leikhluta og missti niður nokkuð öruggt forskot sitt á þeim tíma.

„Þetta er of rokkandi hjá okkur nú sem kannski er eðlilegt enda nýr mannskapur og fyrstu æfingaleikirnir í nokkurn tíma en þetta er eitthvað sem þarf að laga sem fyrst.“

Síðasti leikur liðsins er í dag þegar það mætir háskólaliðinu bandaríska Notre Dame.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert