Íslenskur sigur á Sviss

Hildur Sigurðardóttir sækir að körfu Sviss í leiknum í kvöld.
Hildur Sigurðardóttir sækir að körfu Sviss í leiknum í kvöld. mbl.is/hag

Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik lagði Sviss nokkuð örugglega, 68:53 í fyrsta leik sínum í B-riðli Evrópukeppninnar á Ásvöllum í kvöld.

65:50 1,26 eftir og íslenska liðið mun sigra í kvöld. Flott byrjun hja stelpunum sem hafa leikið frábæra vörn.

60:45 Allt gengur nú Islandi í haginn og stelpurnar virðast komnar með þetta. 7,25 eftir

51:43 Þriðji leikhluti búinn. Helena gerði níu stig í þessum hluta. Vörnin frábær en sem fyrr er hittnin ekki nægilega góð.

49:36 Gengið vel í vörninni og Sviss aðeins með eina körfu á rúmum fimm mínútum. 

Helena er með 12 stig, Kristrún 11, Pálína 8, Signý 4, Hildur 2 og María Ben 2.

Stigahæst hjá Sviss er Karen Twehues með 10 stig.

39:34 Hálfleikur í skemmtilegum leik þar sem leikin er mjög góð vörn en íslensku stelpurnar mættu hitta betur.

30:28 Slæm byrjun á öðrum leikhluta og Sviss jafnaði 24:24 en þá fór Helena í gang og gerði sex í röð.

24:19 Fyrsta leikhluta er lokið. Ísland náði flottum kafla og komst í 18:9 og virtust stelpurnar komnar yfir stressið, en Sviss gerði sjö stig í röð.

8:5 eftir 4 og hálfa mínútu. Léleg hittni hjá báðum liðum.

Íslenska liðið er þannig skipað: Signý Hermannsdóttir, Petrúnella Skúladóttir, Ragna Brynjarsdóttir, Jovana Stefánsdóttir, Ingibjörg Jakobsdóttir, Helga Einarsdóttir, Hildur Sigurðardóttir, Pálína Gunnlaugsdóttir, Sigrún Ámundadóttir, Kristrún Sigurjónsdóttir, Helena Sverrisdóttir og María Ben Erlingsdóttir.

Byrjunarliðið: Signý, Petrúnella, Hildur, Pálína og Helena

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert