Svo gæti farið að Logi Gunnarsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, leiki hér á landi í vetur og þá líklegast með Njarðvíkingum.
Logi hefur enn ekki gengið frá samningi við erlent körfuknattleikslið og svo gæti farið að hann yrði í herbúðum Njarðvíkinga á næstu leiktíð. Logi hefur leikið með Gijon frá vorinu 2007. Liðið leikur í þriðju efstu deild á Spáni en samningur hans við félagið rann út í sumar.
Sjá nánara um málið í Morgunblaðinu í dag.
Það er meira í Mogganum.