Íslendingar skelltu Dönum í Höllinni 77:71

Grindvíkingurinn Adam Darboe er leikstjórnandi danska landsliðsins. Hér brýst hann …
Grindvíkingurinn Adam Darboe er leikstjórnandi danska landsliðsins. Hér brýst hann framhjá Sigurði Þorsteinssyni leikmanni Íslands í Laugardalshöllinni í kvöld. mbl.is/hag

Íslendingar byrjuðu með miklum glæsibrag í B-riðli Evrópukeppninnar í körfuknattleik karla í Laugardalshöll í kvöld þar sem þeir skelltu Dönum 77:71. Sigurinn var sanngjarn enda var íslenska liðið skrefinu á undan nánast allan leikinn. 

Stig Íslands: 

Jón Arnór Stefánsson 14

Páll Axel Vilbergsson12

Helgi Magnússon12

Logi Gunnarsson12

Jakob Sigurðarson 8

Hlynur Bæringsson 6

Friðrik Stefánsson 6

Sigurður Þorvaldsson 3

Sigurður Þorsteinsson 2

Fannar Ólafsson 2

4. hluti:

Jakob Sigurðarson kom Íslendingum í 77:71 af vítalínunni.

Logi Gunnarsson skoraði og kom Íslendingum í 75:69 og hefur vonandi tryggt Íslandi sigurinn.  Staðan er 75:71 og rúmar tuttugu sek eftir.

Staðan er 73:69 þegar fjörtíu sekúndur eru eftir og Íslendingar með boltann.

Danir skoruðu þriggja stiga körfu. Staðan er 73:67 þegar ein mínúta er eftir og Ísland er með boltann.

Íslensku leikmennirnir eru geysilega baráttuglaðir og hafa tekið ófá sóknarfráköstin í þessum síðasta leikhluta. Staðan er 73:64 og tvær og hálf mínúta eftir.

Danir virðast ekkert sérstaklega líklegir til þess að vinna muninn upp á þeim tæpu fjórum mínútum sem eftir eru. Sóknarleikur þeirra er einfaldlega hægur og þeir eru ekki að ná miklum takti. Staðan er 73:62.

Fannar Ólafsson hefur farið hamförum undanfarnar mínútur í baráttunni undir körfunni og gefur hávöxnum Dönunum hvergi eftir. Þegar síðasti leikhluti er tæplega hálfnaður er Ísland yfir 71:61. 

Síðasti leikhlutinn hefur farið rólega af stað. Eftir þriggja mínútna leik í síðasta leikhluta hefur staðan breyst úr 64:54 í 67:55. Páll Axel skoraði þriggja stiga körfu.

3. hluti:

Danir hafa lagað stöðuna talsvert en Ísland er þó enn með gott forskot 64:54 eftir þriðja leikhluta. Jón Arnór er kominn með þrjár villur en aðrir Íslendingar eru með færri villur. Tveir Danir eru komnir með þrjár villur.

Íslendingar eru að skilja Danina eftir. Helgi bætti sinni fjórðu þriggja stiga körfu við og Logi kom með aðra í kjölfarið. Staðan er 61:46 fyrir Ísland.

Barátta einkennir leikinn þessa stundina en Íslendingar hafa enn gott forskot 53:43 þegar þriðji leikhluti er um það bil hálfnaður.

Helgi Magnússon hefur byrjað seinni hálfleikinn á því að skora tvær þriggja stiga körfur og er staðan orðin 48:39 fyrir Ísland.


2. hluti:

Íslendingar náðu forystunni aftur fyrir hlé og hafa fir 40:37 í leikhléi.

Danir eru komnir yfir í annað skiptið í leiknum 36:37 þegar rúm mínúta er eftir af fyrri hálfleik.

Danir hafa heldur betur tekið sig saman í andlitinu og hafa minnkað muninn niður í 33:32. Íslendingar eru í miklum vandræðum í sóknarleiknum.

Annar leikhluti er rúmlega hálfnaður og Íslendingar eru yfir 33:25.

Sigurður Ingimundarson landsliðsþjálfari er nánast búinn að leyfa öllum varamönnum sínum að spreyta og sig. Þeir hafa stimplað sig vel inn í leikinn.  Staðan er 31:21 fyrir Ísland og Danirnir eru orðnir pirraðir sem er góðs viti.

Annar leikhluti fer rólega af stað en Danir skoruðu fyrstu stigin og er staðan því 25:21 fyrir Ísland.

1. hluti:

Ísland er yfir 25:19 eftir fyrsta leikhluta. Jón Arnór Stefánsson hefur verið mjög atkvæðamikill og hefur farið fyrir sóknarleik íslenska liðsins.

Íslendingar tóku frábæra rispu og breyttu stöðunni úr 14:14 í 23:14. KR-ingarnir Helgi Magnússonog Jón Arnór skoruðu hvor sína þriggja stiga körfuna.

Eftir kröftuga byrjun Íslendinga eru Danir búnir að ná áttum og komust yfir 8:9 þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður.

Mikill hugur er greinilega í Íslendingum því þeir hafa byrjað af krafti og komust í 4:0.

Byrjunarlið Íslands: Friðrik Stefánsson, Hlynur Bæringsson, Páll Axel Vilbergsson, Jón Arnór Stefánsson, Jakob Sigurðsson.

Jón Arnór Stefánsson er að leika sinn fyrsta landsleik á heimavelli í liðlega tvö ár.

Danski sjúkraþjálfarinn að reyna a tjasla upp á hinn hávaxna Chris Christoffersenm sem hefur verið meiddur. Kappinn sá er 218 sentímetrar og gríðarlega öflugur leikmaður, en þó hann geti ekki leikið eru Danir með annan turn þar sem Anton Möller Larsen sem eru 216 sentímetrar.

Danir töpuðu nokkuð óvænt á heimavelli á dögunum fyrir Austurríkismönnum og koma hingað ákveðnir í að ná í tvö stig og Íslendingar vilja hefja leik í mótinu með sigri.

Logi Gunnarsson á fullu í landsleik.
Logi Gunnarsson á fullu í landsleik. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert