Kobe Bryant neitaði að fara í aðgerð

Kobe Bryant
Kobe Bryant Reuters

Kobe Bryant, leikmaður NBA-liðsins Los Angeles Lakers, hefur ákveðið að fresta því að fara í aðgerð á fingri vegna meiðsla sem hafa hrjáð hann í marga mánuði.

Bryant, sem var í aðalhlutverki í bandaríska landsliðinu sem sigraði á Ólympíuleikunum í Peking, hefur frá því í fyrravetur átt við meiðsli að stríða á litla fingri hægri handar. Hann hefur á undanförnum dögum ráðfært sig við ýmsa sérfræðinga og eftir þær viðræður hefur leikmaðurinn ákveðið að fresta því að fara í aðgerð sem er nauðsynleg til þess að laga skemmd liðbönd í fingrinum.

Bryant vildi ekki fara í aðgerð á þessum tíma þar sem hann yrði frá keppni í allt að 12 vikur. „Þegar ég fékk þau skilaboð frá læknum að ég yrði frá í 12 vikur vissi ég að þetta væri ekki rétti tíminn. Undirbúningstímabilið verður mikilvægt fyrir okkur í Lakers og ég vildi ekki sitja utan vallar og fá ekki tækifæri til þess að taka þátt í því að gera liðið enn betra. Ég fer í aðgerðina næsta vor,“ sagði Bryant í gær en Lakers tapaði fyrir Boston Celtics í úrslitum NBA í júní. seth@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert