Ísland tapaði gegn Hollandi

Logi Gunnarsson og félagar hans í íslenska landsliðinu töpuðu gegn …
Logi Gunnarsson og félagar hans í íslenska landsliðinu töpuðu gegn Hollendingum í kvöld. mbl.is/hag

Íslenska karlalandsliðið tapaði 84:68 fyrir Hollendingum í B-deild Evrópumótsins í körfuknattleik í dag en leikurinn fór fram í Hollandi. Staðan í hálfleik var 37:32 fyrir Holland. Þetta var annar leikur Íslands í keppninni en s.l. miðvikudag hafði liðið betur gegn Dönum á heimavelli, 77:71.

Páll Axel Vilbergsson var stigahæstur íslenska liðsins með 12 stig, Helgi Magnússon, Hlynur Bæringsson, Logi Gunnarsson og Jón Arnór Stefánsson skoruðu allir 9 stig. Fannar Ólafsson skoraði 7 stig og aðrir minna.

Á miðvikudaginn leikur Ísland gegn Svartfjallandi á heimavelli og síðan verður leikið gegn Austurríki á útivelli laugardaginn 20. september.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert