KR vann ÍR næsta auðveldlega í 8-liða úrslitum Poweradebikarsins í körfuknattleik karla í Seljaskóla í kvöld. Lokatölur urðu 90:68. Í Stykkishólmi lagði Snæfell lið Tindastóls 97:72.
KR-ingar hafa náð góðri forystu í Seljaskóla og voru yfir, 27:51, þegar flautað var til hálfleiks. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 12:24 KR í vil. Stigahæstur í Vesturbæjarliðinu er Jason Dourissuau með 15 stig en Sveinbjörn Claessen hefur gert 8 stig fyrir ÍR.
KR hélt áfram að auka muninn og eftir þrjá leikhluta var staðan 71:44 og í leikslok sem áður segir 90:68.
Stigahæstur hjá KR var JasonDourissuau með 30 stig, Helgi Maggnússon gerði 15, Jón Arnór Stefánsson 12, Jakob Örn Sigurðarson 11 og Pálmar Sigurgeirsson 10. Hjá ÍR var Sveinbjörn Claessen með 16 stig, Tahirou Sani gerði 13 og þeir Chaz Carr og Ómar Sævarsson 10 stig hvor.
Staðan í hálfleik í leik Snæfells og Tindastóls er 45:30, heimamönnum í Snæfelli í vil.