Keflavík og Grindavík í undanúrslitin í Poweradebikarnum

Páll Axel var í stuði í kvöld.
Páll Axel var í stuði í kvöld. mbl.is/Ómar Óskarsson

Keflavík og Grindavík tryggðu sér í kvöld rétt til að leika í undanúrslitum Poweradebikarkeppninnar á föstudaginn. Keflavík lagði Þór 100:81 og Grindavík lagði Njarðvík 104:86.

Þór var 55:50 yfir í leikhléi í Keflavík en síðan tóku heimamenn leikinn í sínar hendur. Stigahæstur hjá Keflavík var Gunnar Einarsson með 19 stig en Cedrik Isom gerði 23 stig fyrir Þór.

Páll Axel Vilbergsson fór mikinn í leknum við Njarðvík og gerði 39 stig fyrir Grindavík en hjá Njarðvík var Logi Gunnarsson stigahæstur með 25 stig.

Keflvíkingar mæta KR í undanúrslitum og Grindvíkingar leika við Snæfell.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert