KR lagði Keflavík 86:96 í undanúrslitum Powerade-bikarsins í körfu karla í Laugadalshöll í kvöld. Staðan í hálfleik var 46:54 fyrir KR, sem var sterkari aðilinn að þessu sinni.
Spenna var þó undir lokin þegar Keflavík náði að minnka muninn í 86:89 þegar 1,13 var eftir, en KR lék af skynsemi og hafði sigur.
Jón Arnór gerði 35 stig fyrir KR en næstur honum kom Helgi Magnússon með 18. Hjá Keflavík var Jesse Pelot-Rosa með 18 stig og Steven Gerrard 18.
61:73 Eftir tímann gekk betur hjá KR sem gerði 11 stig gegn þremur Keflvíkinga og náðu aftur 10 stiga mun, reyndar 11, og hann hélst.
KR tekur leikhlé þegar 7,46 eru eftir af þriðja leikhluta og staðan 49:54, hafa ekki skorað í leikhlutanum og líkar það illa.
46:54 Kominn hálfleikur í bráðfjörugum og hröðum leik þar sem menn gefa sér ekki einu sinni tíma til að taka leikhlé. Eftir að Keflavík komst í 35:34 kom rosalegur kafli hjá KR þar sem Jón Arnór fór gjörsamlega á kostum, bæði með sendingum og ekki síður frábærum gegnumbrotum upp að körfunni. KR gerði 20 stig gegn fimm en Hörður Axel Vilhjálmsson bjargaði miklu fyrir Kelavik með tveimur þriggja stiga körfum á lokasekúndunum.
Stigahæstur hjá KR er Jón Arnór með 21 stig en hjá Keflavík er Jesse Pelot-Rosa með 11 stig og Hörður Axel 10.
23:23 Hraður og skemmtilegur leikur þar sem bæði lið keyra á fullu og skotklukkan aldrei nándar nærri búin þegar liðin taka skot. Jón Arnór Stefánsson hefur farið á kostum hjá KR og er með 12 stig en hjá Kefla´vik er Jesse Pelot-Rosa með 10 stig.
Keflavík og KR eru á fullu við að hita upp þessa stundina og ekki að sjá annað en bæði lið séu fullmönnuð og því má búast við skemmtilegum leik.