KR-ingar sterkari og komnir í úrslit

Úr leik KR og Keflavíkur í kvöld.
Úr leik KR og Keflavíkur í kvöld. mbl.is/Eggert

KR lagði Kefla­vík 86:96 í undanúr­slit­um Powera­de-bik­ars­ins í körfu karla í Lauga­dals­höll í kvöld. Staðan í hálfleik var 46:54 fyr­ir KR, sem var sterk­ari aðil­inn að þessu sinni.

Spenna var þó und­ir lok­in þegar Kefla­vík náði að minnka mun­inn í 86:89 þegar 1,13 var eft­ir, en KR lék af skyn­semi og hafði sig­ur.

Jón Arn­ór gerði 35 stig fyr­ir KR en næst­ur hon­um kom Helgi Magnús­son með 18. Hjá Kefla­vík var Jesse Pelot-Rosa með 18 stig og Steven Gerr­ard 18.

61:73 Eft­ir tím­ann gekk bet­ur hjá KR sem gerði 11 stig gegn þrem­ur Kefl­vík­inga og náðu aft­ur 10 stiga mun, reynd­ar 11, og hann hélst.

KR tek­ur leik­hlé þegar 7,46 eru eft­ir af þriðja leik­hluta og staðan 49:54, hafa ekki skorað í leik­hlut­an­um og lík­ar það illa.

46:54 Kom­inn hálfleik­ur í bráðfjör­ug­um og hröðum leik þar sem menn gefa sér ekki einu sinni tíma til að taka leik­hlé. Eft­ir að Kefla­vík komst í 35:34 kom rosa­leg­ur kafli hjá KR þar sem Jón Arn­ór fór gjör­sam­lega á kost­um, bæði með send­ing­um og ekki síður frá­bær­um gegn­um­brot­um upp að körf­unni. KR gerði 20 stig gegn fimm en Hörður Axel Vil­hjálms­son bjargaði miklu fyr­ir Kela­vik með tveim­ur þriggja stiga körf­um á loka­sek­únd­un­um.

Stiga­hæst­ur hjá KR er Jón Arn­ór með 21 stig en hjá Kefla­vík er Jesse Pelot-Rosa með 11 stig og Hörður Axel 10.

23:23 Hraður og skemmti­leg­ur leik­ur þar sem bæði lið keyra á fullu og skot­klukk­an aldrei nánd­ar nærri búin þegar liðin taka skot. Jón Arn­ór Stef­áns­son hef­ur farið á kost­um hjá KR og er með 12 stig en hjá Kefla´vik er Jesse Pelot-Rosa með 10 stig.

Kefla­vík og KR eru á fullu við að hita upp þessa stund­ina og ekki að sjá annað en bæði lið séu full­mönnuð og því má bú­ast við skemmti­leg­um leik.

Jón Arnór í landsleik gegn Dönum.
Jón Arn­ór í lands­leik gegn Dön­um. mbl.is/​hag
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert