Nýliðar FSu sigruðu Njarðvíkinga með miklum mun í Iceland Express deild karla í kvöld en skólaliðið frá Selfossi skoraði 103 stig gegn 78 stigum gestaliðsins. Staðan í hálfleik var 55:40 fyrir heimaliðið.
Sævar Sigurmundsson skoraði 29 stig fyrir FSu og Logi Gunnarsson skoraði 19 stig fyrir Njarðvík.
Tölfræði leiksins má nálgast hér.