Við upphaf hvers keppnistímabils í NBA-deildinni eru vangaveltur um raunverulegan styrkleika toppliðanna, enda koma leimannahópar þeirra ávallt breyttir til leiks í hvert sinn þar sem framkvæmdastjórar glíma við að koma leikmannalaunum undir launaþak liðanna.
Auk nýrra leikmanna geta nýir þjálfarar einnig sett strik í reikninginn, en aldrei er að vita hvernig leikmannahópar liðanna bregðast við nýjum leikmönnum og leikskipan. Í ár er óvenju mikið um breytingar á bæði leikmannahópum og þjálfurum hjá liðum sem vilja komast í baráttuna um meistaratitilinn og vonandi skilar það sér í mikilli baráttu um toppsætin.
Boston er sýnilega besta liðið í Austurdeildinni. Þríeyki þeirra Allens, Garnetts og Pauls Pierce verður enn til staðar og þeir sýndu í síðustu úrslitakeppni að þar er enn eftir bensín í tanknum. Boston missti James Posey (til New Orleans) og P.J. Brown í sumar, og framkvæmdastjóri Celtics gæti þurft að finna sér leikmann fyrir Posey í sóknarleiknum á miðju keppnistímabilinu ef aðrir leikmenn ná ekki að fylla í skarð hans.
Sjá ítarlega umfjöllun um NBA-deildina í Morgunblaðinu í dag.