Annar sigur hjá LA Lakers

Allen Iverson sækir að Brevin Knight.
Allen Iverson sækir að Brevin Knight. Reuters

Los Angeles Lakers vann sinn annan sigur í jafnmörgum leikjum í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt þegar liðið burstaði LA Clippers, 117:79. Kobe Bryant var stigahæstur Lakersmanna með 16 stig.

Jamal Craxford skoraði 29 stig fyrir Ne York og Zach Randolph 20 þegar liðið sigraði Miami, 120:115, í fyrsta leiknum undir stjórn Mike D'Antoni. Dwyane Wade skoraði 26 stig fyrir Miami.

Kínverski risinn Yao Ming skoraði 21 stig og tók 10 fráköst fyrir Houston sem sigraði Memphis, 82:71. Ron Artest skoraði 16 stig í sínum fyrsta leik með Houston.

Vince Carter skoraði 21 stig í liði New Jersey Nets sem bar sigurorð af Washington Wizards, 95:85. DeShawn Stevenson var stigahæstur hjá Wizards með 16 stig.

Amare Stoudemire setti niður 22 stig fyrir Phoenix sem sigraði SA Spurs, 103:98. Tim Duncan og Tony Parker voru með 32 stig hver í liði Spurs, sem lék án Manu Ginobili sem er meiddur og verður ekki klár í slaginn fyrr en í desember.

Carlos Boozer skoraði 25 stig og tók 14 fráköst fyrir Utah Jazz sem sigraði Denver, 98:94. Allen Iverson var atkvæðamestur í liði Denver með 18 stig og þá átti hann 8 stoðsendingar.

Úrslitin í nótt:

Orlando - Atlanta 85:99
Philadelphia - Toronto 84:85
Washington - New Jersey 85:95 
New York - Miami 120:115
Minnesota - Sacramento 98:96
San Antonio - Phoenix 98:103
Oklahoma City - Milwaukee  87:98
Houston - Memphis 82:71
Utah - Denver 98:94
Golden State - New Orleans  103:108
LA Clippers - LA Lakers 79:117

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert