KR hafði Snæfell

Jason Doursseau og félagar í KR leika við Snæfell í …
Jason Doursseau og félagar í KR leika við Snæfell í kvöld. mbl.is/hag

KR hafði sigur á Snæfelli, 91:80 í DHL-höllinni í Frostaskjóli í kvöld í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. KR-ingar hófu leikinn af krafti, komust í 7:0 og höfðu svo mest 17 stiga forystu í fyrsta leikhluta, 21:4. Smám saman fór þó að draga saman með liðunum. Hálfleikstölur voru 53:42 en eftir þriðja leikhluta voru aðeins 10 stig sem skildu liðin að, staðan þá 73:63. Snæfell náði svo að minnka muninn niður í eitt stig í fjórða leikhlutanum og fékk tækifæri til að ná forystunni.

Þrátt fyrir mikla og góða baráttu Snæfellinga voru það KR-ingar sem náðu að keyra yfir gesti sína á síðustu andartökunum og unnu svo loks ellefu stiga sigur. 

Jason Dourisseau skoraði flest stig fyrir KR 21, en ekki langt að baki honum var Jón Arnór Stefánsson með 19 stig og Jakob Örn Sigurðarson með 18 stig. Sigurður Þorvaldsson skoraði mest hjá Snæfelli, 24 stig og Jón Ólafur Jónsson setti 21 stig.

Nánar verður fjallað um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins á morgun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert