Fjögur lið með þrjá sigra í NBA

Jermaine O'Neal miðherji Toronto brýst framhjá Dan Gadzuric og Charlie …
Jermaine O'Neal miðherji Toronto brýst framhjá Dan Gadzuric og Charlie Villanueva hjá Milwaukee í leik liðanna í nótt. Reuters

LA Lakers, Houston, Toronto og New Orleans unnu öll sinn þriðja sigur í jafnmörgum leikjum í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt og hafa farið best af stað í deildinni.

Lakers vann góðan útisigur í Denver, 104:97, fyrst og fremst vegna þess hve vel gekk að halda Carmelo Anthony í skefjum. Hann náði aðeins að skora 13 stig, þar af 11 í fjórða leikhluta. Kobe Bryant  var að vanda í stóru hlutverki hjá Lakers og skoraði 33 stig. Denver var yfir í hálfleik, 52:46.

Úrslitin í nótt:

Atlanta - Philadelphia 95:88
Charlotte - Miami 100:87
Indiana - Boston 95:79
Orlando - Sacramento 121:103
Detroit - Washington 117:109
New Jersey - Golden State 97:105
Minnesota - Dallas 85:95
New Orleans - Cleveland 104:92
Chicago - Memphis 96:86
Houston - Oklahoma 89:77
Milwaukee - Toronto 87:91
Denver - LA Lakers 97:104
Utah - LA Clippers 101:79
Phoenix - Portland 107:96

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert