Grindavík - Þór, 108:87

Cedric Isom í leik með Þór á móti KR.
Cedric Isom í leik með Þór á móti KR. mbl.is/Ómar Óskarsson

Grindavík lagði Þór 108:87 í Iceland Express deild kalra í kvöld. Mikið jafnræði var allan fyrri hálfleikinn en í þriðja leikhluta skildu leiðir.Páll Axel var með 37 stig fyrir Grindavík og Isom 21 fyrir Þór.

86:65 Gríðarlega flottur leikhluti hjá Grindavík sem skoraði 32 stig á móti 11 stigum Þórsara sem vissu varla hvar þeir voru staddir i þessum leikhluta.

67:57 Grindvíkingar byrja þriðja leikhluta vel og hafa gert 11 stig í röð. 4,13 eftir af hlutanum og Þórsarar taka leikhlé.

54:54 Allt helst í jánum og spennan mikil. Páll Axel er kominn með 22 stig en hinum mein er Isom me 17 stig og sex stoðsendingar. Arnar Freyr er að spila vel hjá Grindavík sem og Brenton og hjá Þór er Hrafn Jóhannesson með fínan leik.

49:48 Allt í járnum ennþá og 2,23 eftir af öðrum leikhluta og Þórsarar taka leikhlé. Nokkur hiti virðst vera að færast í leikinn og Þórsarar búnir að fá eina tæknivillu fyrir mótmæli - sem reyndar eru nokkuð skiljanleg.

27:26 Fyrsta leikhluta lokið og virðist stefna í flottan og skemmtilegan leik. Páll Axel með 11 stig og Isom 8 hjá Þór.

22:18 Grindvíkingar yfir þegar 2.39 eru eftir af fyrsta leikhluta og taka leikhlé.

Búast má við ágætri skemmtun í Grindavík þar sem tveir af öflugustu leikmönnum deildarinnar mætast, Cedric Isom hjá Þór og Páll Axel Vilbergsson hjá Grindavík.

Isom er með 33 stig að meðaltali úr þeim fjórum leikjum sem liðið hefur leikið í deildinni. Hann átti stórleik á móti FSu á föstudaginn er hann gerði 47 stig og fékk 55 í einkunn fyrir framlag sitt í leiknum.

Páll Axel hefur leikið gríðarlega vel það sem af er tímabilinu, er með 32,75 stig að meðaltali í öðru sæti á þeim lista á eftir Isom. Hann er með 38,75 stig fyrir framlag sitt í þessum leikjum og er efstur á þeim lista, á undan Isom sem er með 38,00 stig.

Bæði lið eru nú að hita upp og gera sig klár í slaginn. Hrafn Kristjánsson, þjálfari Þórs, þurfti að senda tvo leikmenn sína norður til Akureyrar með flugi í dag þar sem þeir voru komnir með ælupest.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert