Snæfell dróst gegn KR í bikarnum

Snæfell og KR hafa harða hildi háð síðustu árin.
Snæfell og KR hafa harða hildi háð síðustu árin. mbl.is/Golli

Tvær innbyrðis viðureignir úrvalsdeildarliða verða í 32ja liða úrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik en dregið var  til þeirra í dag. KR-ingar þurfa að fara vestur í Stykkishólm og mæta þar Snæfelli, sem er núverandi bikarmeistari, og þá eigast lið FSu og Þórs frá Akureyri við á Selfossi.

Subway er nýr stuðningsaðili keppninnar, sem þar með ber nafnið Subwaybikarinn. Sex lið þurfa að fara í forkeppni og mætast sem hér segir:

ÍG - Fjölnir b
Breiðablik b - Árvakur
ÍBV - Álftanes

Í 32ja liða úrslitum mætast síðan:

Höttur - Þór Þ.
Haukar - Breiðablik
Hamar - Fjölnir
FSu - Þór A.
ÍBV eða Álftanes - Breiðablik b eða Árvakur
Ármann - Grindavík
Valur - Hrunamenn
Snæfell - KR
KFÍ - Tindastóll
Stjarnan b - Keflavík
Grindavík b - Reynir S.
ÍG eða Fjölnir b - ÍR
Mostri - Stjarnan
Laugdælir - Skallagrímur
Leiknir R. - Njarðvík
Keflavík b - KR b

Forkeppnin verður leikin dagana 8.-15. nóvember og 32ja liða úrslitin dagana 20.-22. nóvember.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert