Hamar hélt í kvöld áfram sigurgöngu sinni í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Iceland Express-deildinni, með því að sigra Val í toppslag í Hveragerði, 67:51. Hamarskonur hafa þar með unnið fimm fyrstu leiki sína og tróna á toppnum með 10 stig. Grindavík vann Keflavík á útivelli í hörkuleik, Haukar unnu Fjölni og KR lagði Snæfell.
Hamar var með góða stöðu í hálfleik gegn Val í Hveragerði, 42:27. Staðan var 19:18 fyrir Hamar eftir fyrsta leikhluta en heimaliðið breytti stöðunni úr 25:22 í 38:23 með frábærum kafla. Hamar hélt síðan fengnum hlut örugglega í síðari hálfleik.
La Kiste Barkus skoraði 17 stig fyrir Hamar, Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir 12 og Julia Demirer 11. Signý Hermannsdóttir skoraði 15 stig fyrir Val og Lovísa Guðmundsdóttir 12.
Tölfræði leiksins.
Leik Hauka og Fjölnis er lokið með sigri Hauka, 71:60.
Haukar - Fjölnir, beint á "Live Stat".
Leik Keflavíkur og Grindavíkur er lokið með sigri Grindavíkur, 78:75.
Keflavík - Grindavík, beint á "Live Stat".
Leik Snæfells og KR er lokið og þar sigraði KR örugglega, 76:54.
Snæfell - KR, beint á "Live Stat".
Hamar er með 10 stig, Haukar 8, Valur 6, Grindavík 6, Keflavík 6, KR 4, Snæfell 0 og Fjölnir 0.
KR var yfir í hálfleik gegn Snæfelli, 42:22, Grindavík var yfir í Keflavík, 35:30, og Haukar yfir gegn Fjölni, 42:25.