Iverson fagnaði loks sigri

Allen Iverson, leikmaður Detroit.
Allen Iverson, leikmaður Detroit. Reuters

Allen Iverson skoraði 30 stig átti níu stoðsendingar í fyrsta sigurleik Detroit hefur að hann gekk til liðs við félagið fyrir nokkru. Þá vann Detroit liðsmenn Sacramento, 100:92, í NBA-deildinni í körfuknattleik í Bandaríkjunum í nótt.

Atlanta vann 11. leik sinn í röð í NBA deildinni í nótt þegar liði lagði Chicagoi, 113:108, á heimavelli. Atlanta-liðið hefur ekki byrjað leiktíðina svo vel í deildinni síðan vetur 1997 til 1998.

Með framúrskarandi leik í fjórða leikhluta tókst leikmönnum LA Lakers að vinna Dallas, 106:99, eftir að hafa verið undir leiknum að loknum fyrsta, öðru og þriðja leikhluta.

Úrslit leikja í NBA í nótt:

Denver - Charlotte 88:80

Milwaukee - Cleveland 93:99

Utah - Philadelphia 93:80

Atlanta - Chicago 113:108

LA Lakers - Dallas 106:99

New York - San Antonio 80:92

Detroit - Sacramento 100:92

Minnesota - Golden State 110:113

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert