Grindavík vann Keflavík í spennuleik

Frá leik Grindavíkur og Keflavíkur í kvöld.
Frá leik Grindavíkur og Keflavíkur í kvöld. mbl.is/Skúli Sigurðsson

KR-ingar eru áfram ósigraðir á toppi úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Iceland-Expressdeildarinnar, eftir sigur á Stjörnunni, 88:81, í Garðabæ. Grindavík vann Keflavík eftir mikla spennu í Grindavík, 80:79, og FSu lagði Breiðablik, 93:70, í nýliðaslag á Selfossi.

Grindavík vann Keflavík, 80:79, í gífurlega spennandi Suðurnesjaslag í Grindavík þar sem bæði lið fengu tækifæri til að skora á lokasekúndunum. Grindavík er þá með 12 stig eftir 7 leiki, í öðru sætinu, en Keflavík er með 8 stig í þriðja sætinu.
Brenton Birmingham skoraði 19 stig fyrir Grindavík, Páll Axel Vilbergsson 17 og Páll Kristinsson 17. Sigurður Þorsteinsson skoraði 21 stig fyrir Keflavík, Sverrir Sverrisson 19 og Gunnar H. Stefánsson 17.

FSu sigraði Breiðablik, 93:70, á Selfossi eftir 45:42 í hálfleik. Sævar Sigurmundsson skoraði 23 stig fyrir FSu, Björgvin Valentínusson 22 og Vésteinn Sveinsson 18 en Nemanja Sovic gerði 20 stig fyrir Breiðablik. Liðin eru nú  bæði með 6 stig eftir 7 leiki.

KR lenti í miklu basli með Stjörnuna í Garðabæ en náði að snúa leiknum sér í hag og sigraði að lokum, 90:81. KR er áfram með fullt hús stiga, 14 stig eftir 7 umferðir, en Stjarnan er í 10. sætinu með 4 stig.

Fylgjast má með gangi mála í beinum lýsingum á "Live Stat" tölfræðivef Körfuknattleikssambands Íslands:

Grindavík - Keflavík (23:8) (39:36) (59:58) 80:79 BÚIÐ, bein lýsing.

Stjarnan - KR (25:25) (49:44) (68:68) 81:90 BÚIÐ, bein lýsing ekki í gangi.

FSu - Breiðablik (33:22) (45:42) (64:55) 93:70 BÚIÐ, bein lýsing.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert