Mikið gas á LA Lakers

Pau Gasol hjá Lakers (gulur) í baráttu við Tyrus Thomas …
Pau Gasol hjá Lakers (gulur) í baráttu við Tyrus Thomas hjá Chicago í leiknum í nótt. Reuters

Leikmenn LA Lakers mættu tvíefldir til leiks  gegn Chicago Bulls í nótt eftir að hafa beðið sinn fyrsta ósigur í NBA-deildinni á þessu keppnistímabili, gegn Detroit um helgina. Þeir sýndu allar sínar bestu hliðar, með Spánverjann Pau Gasol í banastuði, og sigruðu, 116:109.

Lakers var 10-15 stigum yfir allan síðari hálfleikinn og sigurinn því öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. Gasol skoraði 24 stig í fyrri hálfleik og 34 alls en hafði mest gert 22 stig í leik á þessu tímabili. Kobe Bryant skoraði 21 stig og Andrew Bynum 18. Lakers hefur nú unnið 8 af fyrstu 9 leikjum sínum og er með besta vinningshlutfall allra liða í deildinni enn sem komið er.

Meistarar Boston Celtics unnu sinn 10. sigur í fyrstu 12 leikjunum og eru á toppi Austurdeildar en þeir lögðu New York Knicks, 110:101. Kevin Garnett lék ekki með Boston, hann tók út eins leiks bann, en það kom ekki að sök. Paul Pierce skoraði 22 stig fyrir Boston, Kendrick Perkins 16 og Rajon Rondo 15 en hjá New York var Wilson Chandler með 23 stig og Zach Randolph 18. Þetta var sjöundi sigur Boston á New York í röð.

Úrslitin í nótt:
Charlotte - Dallas 83:100
Indiana - Atlanta 113:96
Orlando - Toronto 103:90
Washington - Miami 87:94
Boston - New York 110:101
New Jersey - Cleveland 82:106
Memphis - Sacramento 109:94
Denver - Milwaukee 114:105
Golden State - Portland 111:106
LA Lakers - Chicago 116:109

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert