Kínverski risinn Yao Ming skoraði 28 stig og tók 12 fráköst þegar Houston lagði Miami, 107:98 í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. Dwayne Wade skoraði 23 stig fyrir Miami.
Dwight Howard skoraði 24 stig fyrir Orlando og tók 13 fráköst þegar liðið sigraði Milwaukee Bucks, 108:101. Hedo Turkoglu og Rashard Lewis komu næstir í stigaskorun hjá Orlando með 22 stig hver. Richard Jeffersen var stiganhæstur hjá Milwaukee með 25 stig.
Brandon Roy skoraði 27 stig fyrir Portland sem sigraði Sacramento, 91:90. John Salmons var stigahæstur hjá Sacramento með 20 stig.
SA Spurs vann öruggan sigur á Memphis, 94:81. George Hill skoraði 20 stig fyrir Spurs og Roger Mason 18 en hjá Memphis var O.J. Mayo stigahæstur með 26 stig.
Úrslitin í nótt:
Charlotte - Philadelphia 93:84
Orlando - Milwaukee 107:101
Houston - Miami 107:98
SA Spurs - Memphis 94:81
Chicago - Utah 101:100
Portland - Sacramento 91:90
New Orleans - LA Clippers 99:87