LA Lakers er óstöðvandi

Kobe Bryant var í miklu stuði í nótt.
Kobe Bryant var í miklu stuði í nótt. Reuters

 Los Angeles Lakers vann í nótt sinn 13. sigur í fyrstu fjórtán leikjum tímabilsins í NBA-deildinni í körfuknattleik þegar liðið lagði Dallas Mavericks að velli. 114:107 á heimavelli.

Kobe Bryant skoraði 35 stig, hans hæsta skor á tímabilinu til þessa, og Lakers gerði útum leikinn með því að skora 17 stig í röð í seinni hálfleiknum. Með sigrinum í nótt jafnaði Lakers sína bestu byrjun í deildinni en liðið vann líka 13 af fyrstu 14 haustið 2001.

Andres Bynum gerði 18 stig fyrir Lakers og tók 10 fráköst. Jason Terry skoraði mest fyrir Dallas, 29 stig og Dirk Nowitzki gerði 19 stig og tók 12 fráköst.

Meistarar Boston Celtics unnu sinn sjöunda leik í röð og 15. af fyrstu sautján þegar þeir lögðu Philadelphia 76ers auðveldlega, 102:78. Ray Allen skoraði 23 stig fyrir Boston og Kevin Garnett 16.

Úrslitin í nótt:

Toronto - Atlanta 93:88
Bolstson - Philadelphia 102:78
Cleveland - Golden State 112:97
Detroit - Milwaukee 107:97
Indiana - Charlotte 108:115 (frl.)
Oklahoma - Minnesota 103:105
Phoenix - Miami 92:107
San Antonio - Memphis 109:98
Utah - Sacramento 120:94
Portland - New Orleans 101:86
LA Lakers - Dallas 114:107

Rudy Fernandez hjá Portland brunar framhjá Devin Brown, bakverði New …
Rudy Fernandez hjá Portland brunar framhjá Devin Brown, bakverði New Orleans, í leik liðanna í nótt. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert