Dirk Nowitzki var í miklum ham hjá Dallas þegar liðið tók á móti Phoenix Suns í NBA deildinni í Bandaríkjunum í nótt. Hann var með 39 stig í góðum sigri Dallas.
Hvað það var sem kom honum í þvílíkan ham er ekki gott að segja, gæti verið að þarna mætti hann félaga sínum Steve Nash. Kannski vegna þess að í byrjunarliðinu voru tveir leikstjórnendur en líklega var ástæðan bara sú að Suns skipti stöðugt um mann á honum án þess að nokkrum þeirra tækist að stöðva hann.
Nash og Shaquille O'Neal voru báðir í byrjunarliðinu hjá Suns eftir að hafa misst af tveimur síðustu leikjum, en það kom fyrir lítið að þessu sinni og liðið tapaði fjórða leiknum í röð.
Í hinum leik næturinnar krækti Spurs sér í stig í Denver með því að sigra 108:91. Tony Parker var með 22 stig fyrir gestina og Tim Duncan 21 auk þess að taka 12 fráköst. Manu Ginobili gerði einnig 21 stig.