Steve Francis til Memphis Grizzlies

Steve Francis í baráttu gegn Shaquille O'Neal.
Steve Francis í baráttu gegn Shaquille O'Neal. AP

Steve Francis fékk í dag þær fregnir að hann væri ekki lengur leikmaður NBA-liðsins Houston Rockets og var hann sendur til Memphis Grizzlies. Houston fær í staðinn valrétt í 2. umferð háskólavalsins árið 2011.

Francis hefur komið víða við á ferlinum sem hófst í Houston en hann var í Stjörnuliði NBA 2002, 2003 og 2004. Á ferlinum hefur hann skorað 18 stig að meðaltali á þeim 9 tímabilum sem hann hefur leikið í deildinni. Francis lék með Houston 1999-2004, Orlando Magic 2004-2006 og New York Knicks 2006-2007.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert