Shaq hefur „klúðrað“ yfir 5.000 vítaskotum

Shaquille O'Neal æfir vítaskotin reglulega án þess að það skili …
Shaquille O'Neal æfir vítaskotin reglulega án þess að það skili árangri. JEFF TOPPING

Shaquille O'Neal, miðherji Phoenix Suns í NBA-deildinni, hefur nú náð þeim vafasama áfanga að hafa „klúðrað“ 5.000 vítaskotum í venjulegum deildarleikjum á ferlinum. Aðeins Wilt Chamberlain er ofar en Shaq á þessum lista en Wilt hitti ekki úr 5,805 vítaskotum í deildarleikjum og 6,057 vítaskotum ef leikir í úrslitakeppni eru taldir með. Shaq og Wilt eru einu leikmennirnir í sögu NBA sem hafa náð þessum „áfanga“ en vítanýting Shaq er eins og gefur að skilja slök eða 52,5% nýting.

Samkvæmt útreikningum ESPN-fréttastofunnar er allt eins líklegt að Dwight Howard, miðherji Orlando Magic, bæti þessi met. Howard er aðeins 23 ára en hann hefur „klúðrað“ 1.142 vítaskotum á ferlinum. Ef hann bætir ekki vítanýtinguna verður hann búinn að slá met Shaq og Wilt eftir 9 ár eða svo.

Til samanburðar má nefna að liðsfélagi Shag í Suns, Kanadamaðurinn Steve Nash er með um 90% vítanýtingu á ferlinum. Hann hefur aðeins „klúðrað“ 253 vítaskotum í 883 leikjum á ferlinum. Tólf bestu vítaskyttur NBA frá upphafi hafa samanlagt tekið 45,137 vítaskot og þeir hafa samanlagt ekki náð að brenna af eins mörgum vítaskotum og Shaq.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka