Charles Barkley handtekinn

Charles Barkley.
Charles Barkley. AP

Charles Barkley var handtekinn daginn fyrir gamlársdag en Barkley er grunaður um ölvunarakstur í Phoenix. „Ég er vonsvikinn að hafa komið mér í þessa aðstöðu, lögreglan í Scottsdale er frábær og ég mun ekki tjá mig um þetta mál frekar,“ sagði Barkley í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. Málið verður tekið fyrir hjá dómara síðar þegar niðurstöður úr blóðprufu sem tekin var af Barkley liggja fyrir.

Barkley er 45 ára gamall og starfar sem körfuboltasérfræðingur í sjónvarpi en hann var á sínum tíma í fremstu röð í NBA-deildinni. Hann lék í 16 ár í deildinni fyrir Philadelphia, Phoenix og Houston. Hann keppti tvívegis með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikum og árið 1993 var hann valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert