NBA: Boston og Lakers fögnuðu sigrum

Kobe Bryant í baráttu við Andrei Kirilenko í leik Lakers …
Kobe Bryant í baráttu við Andrei Kirilenko í leik Lakers og Utah. Reutrs

Boston  og Los Angeles Lakers fögnuðu bæði sigrum í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. Kobe Bryant fór fyrir Lakers sem sigraði Utah, 113:100, en hann skoraði 40 stig og fór á kostum og Spánverjinn Pau Gason kom næstur með 21 stig.

Meistarar Boston höfðu betur gegn Washington, 108:83, þar sem Paul Pierce var stigahæstur í liði Boston með 26 stig og næstur kom Ray Allen með 11.

Þjóðverjinn Dirk Nowitski skoraði 31 stig fyrir Dalls sem sigraði Philadelphia, 98:86. 

Úrslitin í nótt:















mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert