Borgarslagur í Seljaskóla

Jón Arnór Stefánsson og samherjar í KR sækja ÍR-inga heim …
Jón Arnór Stefánsson og samherjar í KR sækja ÍR-inga heim í Seljaskóla í kvöld. mbl.is/Golli

Tólftu umferð Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik lýkur í kvöld með þremur viðureignum. Meðal þeirra er slagur Reykjavíkurliðanna, ÍR og KR, í Seljaskóla. Flautað verður til leiks klukkan 19.15. Liðunum hefur vegna misjafnlega á keppnistíðinni. KR er í efsta sæti deildarinnar og taplaust eftir 11 leiki en ÍR er í 8 sæti með 10 stig.

Líklega verður mesta spennan á Sauðárkróki þar sem Tindastólsmenn taka á móti Snæfellingum. Um er að ræða liðin sem sitja jöfn að stigum í fjórða og fimmta sæti deildarinnar. 

Þriðja viðureign kvöldsins verður háð í „Ljónagryfjunni“ í Njarðvík þar sem heimamenn mæta liðsmönnum FSu. Leikmenn FSu byrjuðu leiktíðina af krafti, unnu m.a. Njarðvík á Selfossi, en hafa heldur misst flugið upp á síðkastið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert