Fannar Ólafsson: Undirbjuggum okkur mjög vel

Fannar Ólafsson fyrirliði KR.
Fannar Ólafsson fyrirliði KR. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Fannar Ólafsson, fyrirliði KR og fyrrum leikmaður Keflavíkur, sagði KR-inga hafa undirbúið sig vel fyrir bikarslaginn gegn Keflvíkingum enda fór það svo að KR sigraði 95:64 þrátt fyrir að Keflvíkingar hafi byrjað leikinn mun betur í fyrsta leikhluta.

„Við undirbjuggum okkur mjög vel fyrir þennan leik, sérstaklega andlega. Mér fannst við vera andlega sterkir í dag. Ég held að það hafi skilað sér í öðrum leikhluta, því þar héldum við ró okkar og vorum aldrei pirraðir,“ sagði Fannar sem nýtur sín jafnan best við aðstæður eins og í kvöld. Fullt hús af fólki og mikil stemning: „Þetta er afraksturinn af þeirri vinnu sem stjórnin hefur lagt á sig síðustu sex árin eða svo. Þeir eru búnir að vera ofboðslega duglegir að skapa góða umgjörð í kringum leikina. Ég held að þeir séu með 1500 - 200 manns á póstlista. Ég gæti trúað því að það hafi verið 900 manns hérna í kvöld og það er töluvert miðað við átta liða úrslit í bikar. Ég held að við sjáum ekki svona tölur hjá neinu öðru liði í dag. Stemningin er frábær. Strákarnir í Miðjunni eru náttúrulega mjög duglegir við að halda henni við og það hjálpar okkur líka.“

Ítarlega er fjallað um leikinn í átta blaðsíðna íþróttablaði Morgunblaðsins í fyrramálið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert