KR fór illa með topplið Hauka

KR-ingar gerðu góða ferð á Ásvelli í dag.
KR-ingar gerðu góða ferð á Ásvelli í dag. mbl.is/Ómar

KR  gerði sér lítið fyrir og vann topplið Hauka með 28 stiga mun, 93:65, þegar liðin mættust í átta liða úrslitum  bikarkeppni  kvenna í körfuknattleik, Subwaybikarnum, á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag.

Haukar hafa unnið 11 af 12 leikjum sínum í úrvalsdeildinni en KR aðeins sex leiki af tólf og úrslitin í dag eru því heldur betur óvænt. Staðan í hálfleik var 46:28 fyrir KR-konur sem slógu ekkert af í seinni hálfleik og innbyrtu sigurinn af miklu öryggi.

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði 21 stig fyrir KR, Margrét Sturludóttir 17 og Guðrún  Gróa Þorsteinsdóttir 12. Hjá Haukum var Slavica Dimovska allt í öllu og skoraði 37 stig.

Tölfræði leiksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert