Stórsigur hjá Grindvíkingum

Páll Axel Vilbergsson skoraði mest fyrir Grindavík í kvöld.
Páll Axel Vilbergsson skoraði mest fyrir Grindavík í kvöld. mbl.is/Golli

Grindvíkingar unnu stórsigur á ÍR, 105:78, í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í körfuknattleik karla, Subwaybikarinn, í Grindavík í kvöld. Heimamenn voru með forystu frá upphafi til enda. Að loknum fyrri hálfleik voru þeir með 15 stiga forskot og juku við það eftir því sem lengra leið á leikinn. 

Auk Grindavíkur hafa KR og Stjarnan tryggt sér sæti í undanúrslitum. Á morgun eigast við Njarðvík og Haukar í lokaleik 8-liða úrslita.

Páll Axel Vilbergsson gerði 29 stig fyrir Grindavík í kvöld og Brenton Birmingham 21. Hjá ÍR-ingum var Steinar Arason atkvæðamestur með 20 stig.

Fylgst var leiknum á mbl.is.

Leikmenn Grindavíkur bættu heldur við forystu sína í þriðja leikhluta. Að honum loknum hafa þeir 21 stigs forskot, 79:58. Páll Axel Vilbergsson  hefur gert 29 stig fyrir Grindavíkurliðið. Steinar Arason og Eiríkur Önundarson eru jafnir hjá ÍR-liðinu með 16 stig hvor.

Flautað hefur verið til loka annars leikhluta. Heimamenn eru mun sterkari og hafa fimmtán stiga forskot, 63:48.  Páll Axel Vilbergsson hefur gert 25 stig fyrir Grindavík og Páll Kristinsson er með 13 stig. Hjá ÍR er Steinar Arason stigahæstur með 17 stig. Næstur honum kemur Eiríkur Önundarson með 14 stig.

Fyrsti leikhluti er að baki og hafa Grindvíkingar fimm stiga forystu, 31:26. Páll Axel Vilbergsson er stigahæstur Grindvíkinga með 13 stig. Steinar Arason hefur skorað mest fyrir ÍR-liðið, 14 stig.

Netsambandið í íþróttahúsinu í Grindavík er bilað og því er ekki hægt að uppfæra stöðuna eins oft og til stóð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert