Grindvíkingar hafa samið við Nick Bradford um að hann leiki með körfuknattleiksliðinu út þessa leiktíð.
Bradford lék með Keflavík tímabilið 2004-2005 og er nú væntanlegur í fyrramálið samkvæmt því er segir á karfan.is
Grindavík tekur á móti Njarðvík annað kvöld og vonast Grindvíkingar eftir að Bradford geti verið með í þeim leik.