Ellefu leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt. Los Angeles Lakers tapaði með einu stigi á útivelli gegn San Antonio Spurs, meðan Boston vann sigur á New Jersey Nets.
Kobe Bryant gerði 29 stig í tapleik Lakers, en Manu Ginobili var stigahæstur heimamanna hjá Spurs með 27 stig af bekknum. Tim Duncan gerði 20 stig, líkt og Tony Parker en leikurinn fír 111:112 fyrir Spurs.
Boston vann New Jersey Nets, 118:86 og gerði Paul Pierce 22 stig og Kvein Garnett 20 stig fyrir Boston liðið. Vince Carter gerði aðeins 4 stig fyrir Nets.
Önnur úrslit urðu þessi:
Detroit Pistons - Indiana Pacers 106:110
Portland Trailblazers - Philadelphia 76ers 79:100
Chicago Bulls - Toronto Raptors 102:98
Washington Wizards - New York Knicks 122:128
Miami Heat - Milwaukee Bucks 102:99
Utah Jazz - Oklahoma City Thunder 93:114
New Orleans Hornets - Dallas Mavericks 104:97
Sacramento Kings - Golden State Warriors 135:133
Atlanta Hawks - LA Clippers 97:80