NBA: SA Spurs á góðu skriði

Tim Duncan skoraði 27 stig í sigri SA Spurs.
Tim Duncan skoraði 27 stig í sigri SA Spurs. Reuters

Tim Duncan og Manu Ginobili fóru fyrir liði San Antonio Spurs þegar liðið sigraði Indiana, 99:81, í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. Duncan skoraði 27 og Ginobili 26 en þetta var þriðji sigur Spurs í röð og áttundi sigur liðsins í síðustu 10 leikjum.

Mike Bibby skoraði 31 stig fyrir Atlanta í sigri liðsins á Chicago, 105:102. Bibby skoraði 9 stig á lokamínútunum og átti stærstan þátt í sigri liðsins.

Denver hafði betur gegn Sacramento 118:99. Linas Kleiza skoraði 27 stig fyrir Denver og Chauncey Billups 22. Kevin Martin var atkvæðamestur hjá Sacramento með 25 stig.

Utath Jazz vann sinn sjöunda heimasigur í röð þegar liðið bar sigurorð af Minnesota, 112:107. Paul Millsap  var atkvæðamestur hjá Utah með 27 stig og Mehmet Okur kom næstur með 22. Al Jefferson var stigahæstur hjá Minnesota með 25 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka