Miami Heat vann í nótt langþráðan sigur á erkifjendunum og nágrönnunum í Flórída, Orlando Magic, þegar liðin mættust í NBA-deildinni í körfuknattleik.
Orlando hafði unnið tíu síðustu viðureignir liðanna í deildinni og Miami vann síðast 15. febrúar 2006, en náði að innbyrða þennan sigur á heimavelli sínum, 103:97, eftir að hafa misst niður gott forskot í síðasta leikhlutanum.
Dwyane Wade skoraði 27 stig fyrir Miami, Mario Chalmers gerði 20 stig og náði að stöðva Jameer Nelson undir lokin þegar Orlando átti möguleika á að jafna metin. Dwight Howard skoraði 22 stig fyrir Orlando og tók 10 fráköst, og Rashard Lewis skoraði 21 stig.
Úrslitin í nótt:
Philadelphia - New York 116:110
Miami - Orlando 103:97
Memphis - New Jersey 88:99
Milwaukee - Sacramento 106:104
Utah - Cleveland 97:102
Portland - Washington 100:87