NBA: Lakers áfram á sigurbraut

Pau Gasol skoraði 24 stig fyrir Lakers.
Pau Gasol skoraði 24 stig fyrir Lakers. Reuters

Kobe Bryant skoraði 25 stig fyrir Lakers og Pau Gasol 24 þegar liðið sigraði Memphis, 115:98, á útivelli í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. Lakers er á góðu skriði en ekki verður það sama sagt um Memphis en liðið hefur nú tapað 12 leikjum í röð.

Brandon Roy skoraði 30 stig fyrir Portland sem skellti Utah á heimavelli, 122:108.

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki fór fyrir Dallas sem sigraði Miami á útivelli, 111:96. Nowitzki skoraði 30 stig og Dwayne Wade gerði sömuleiðis 30 stig fyrir Miami.

Kínverjinn Yao Ming skoraði 25 stig fyrir Houston sem vann Golden State á heimavelli, 110:93.

Úrslitin í nótt:

Philadelphia - New Jersey  83:85
Indiana - New York 113:122
Miami - Dallas  96:111
Washington - LA Clippers  106:94
Memphis - LA Lakers  98:115
Houston - Golden State 110:93
Milwaukee - Atlanta 110:107
San Antonio - New Orleans 106:93
Phoenix - Chicago 111:122
Portland - Utah 122:108

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka