Snæfell úr Stykkishólmi gerði góða ferð til Reykjanesbæjar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Iceland-Expressdeildinni, í kvöld. Snæfell sigraði þar lið Keflavíkur, 81:73. Í Borgarnesi vann Stjarnan sigur á Skallagrími, 102:74.
Fylgjast mátti nákvæmlega með gangi mála á tölfræðivef KKÍ.
Staðan í leikjunum:
Keflavík - Snæfell 3:3, 7:5, 15:9, 20:9, 26:15, 28:17, 30:21, 30:27, 35:31, 40:33, 41:41, 48:46, 54:49, 55:52, 55:60, 59:64, 68:77, 68:80, 73:81. LEIK LOKIÐ.
Lucious Wagner skoraði 18 stig fyrir Snæfell og þeir Sigurður Á. Þorvaldsson og Slobodan Subasic 14 hvor. Hlynur Bæringsson tók 13 fráköst fyrir Hólmara.
Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 17 stig fyrir Keflavík, Jón Nordal Hafsteinsson 16 og Sigurður Þorsteinsson 14. Jón Nordal tók auk þess 15 fráköst.
Skallagrímur - Stjarnan 6:0, 9:4, 11:13, 18:19, 21:21, 24:27, 32:34, 35:37, 35:40, 42:50, 44:63, 51:71, 53:76, 59:78, 63:81, 74:96, 74:102. LEIK LOKIÐ.
Justin Shouse skoraði 24 stig fyrir Stjörnuna og Kjartan Atli Kjartansson 17.
Landon Quick gerði 19 stig fyrir Skallagrím og Igor Beljanski 17.