Sigurgöngu KR lauk í Grindavík

Jón Arnór Stefánsson og samherjar í KR leika gegn Grindavík …
Jón Arnór Stefánsson og samherjar í KR leika gegn Grindavík á útivelli í kvöld. mbl.is/Golli

Grindavík sigraði KR 91:80 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. KR hafði fyrir leikinn ekki tapað leik í Iceland Express deildinni en liðið er enn í efsta sæti með 32 stig eftir 17 leiki. Grindavík er í öðru sæti með 30 stig eftir 17 leiki. Fylgst var með gangi mála á mbl.is.

Tölfræði leiksins.

4. leikhluta er lokið, 91:80.

Leiknum er lokið með sigri Grindavíkur. Páll Axel Vilbergsson var stigahæstur í liði Grindavíkur með 20 stig og Þorleifur Ólafsson skoraði 19. Í lið KR var Jón Arnór Stefánsson stigahæstur með 21 stig.   

2:22 mín: Fannar Ólafsson fékk sína 5. villu og leikur ekki meira með KR.

3:33 mín: KR tekur leikhlé í stöðunni 81:75. Grindavík hefur aðeins skorað 6 stig í fjórða leikhluta. 

6.00 mín: Jakob Örn Sigurðarson skoraði 5 stig í röð og munurinn er aðeins 6 stig, 77:71 og 6 mínútur eftir af leiknum. Sóknarleikur Grindavíkur er í molum þessa stundina. Páll Kristinsson er sá eini sem hefur komið boltanum ofaní körfu KR.

3. leikhluta er lokið, 75:62.

Grindavík hefur skorað 25 stig í hverjum leikhluta fram til þessa. Jón Arnór Stefánsson er stigahæstur í liði KR með 16 stig Nick Bradford er með 15 stig í liði Grindavíkur. 

3:43 mín: Benedikt Guðmundsson þjálfari KR tekur leikhlé. Grindavík hefur skoraði 7 stig í röð og skoraði Þorleifur Ólafsson öll stigin. Brenton Birmingham er með 4 villur í liði Grindavíkur og það vekur athygli að hann hefur ekki skorað stig.

6.00 mín. Staðan er 57:54 fyrir Grindavík. Nick Bradford með 3 villur í liði Grindavíkur.

Brenton Birmingham og Páll Kristinsson eru báðir með 3 villur í liði Grindavíkur. Helgi Magnússon og Pálmi Sigurgeirsson eru með 3 villur í liði KR.

2. leikluta lokið, 50:44

10.00 mín. Guðlaugur Eyjólfsson skoraði þriggja stiga körfu og kom Grindavík í 45:41 þegar um 1 mínúta var eftir af fyrri hálfleik. Jakob Örn Sigurðarson skoraði fyrir KR í næstu sókn og fékk vítaskot að auki, staðan 45:44. Þorleifur Ólafsson skoraði 5 síðustu stig fyrri hálfleiks fyrir Grindavík, með þriggja stiga skoti og tveggja stiga skoti frá endalínu sem fór efst í spjaldið og ofaní. Ótrúleg karfa.

Jason Dourisseau er stigahæstur í liði KR með 11 stig og Jakob Örn Sigurðarson er með 10. Í liði Grindavíkur er Páll Axel Vilbergsson stihgahæstur með 12 stig og Nick Bradford skoraði 9 stig. 

4:34 mín: Varnarleikurinn í aðalhlutverki hjá báðum liðum. Helgi Magnússon og Pálmi Sigurgeirsson eru báðir með 3 villur í liði KR. Stuðningsmenn beggja liða eru vel með á nótunum.

1. leikhluta lokið, 25:23.

10.00 mín. Jason Dourisseau er stigahæstur í liði KR en hann skoraði 8 stig. Fannar Ólafsson er með 6 fyrir KR. Jason tróð með tilþrifum yfir Nick Bradford þegar um 3 mínútur voru eftir af 1. leikhluta og kveikti það neista í KR-liðinu. Páll Axel Vilbergsson er stigahæstur í liði Grindavíkur með 9 stig.
5:01 mín. Benedikt Guðmundsson þjálfari KR tekur leikhlé eftir að Grindavík skoraði tvær þriggja stiga körfur í röð. Staðan er 19:11 fyrir Grindavík. Páll Axel Vilbergsson er stigahæstur í liði Grindavíkur með 9 stig.

Nick Bradford skoraði fyrstu stig leiksins fyrir Grindavík. Jón Arnór Stefánsson varði skot frá Bradford skömmu síðar og í kjölfarið lenti Bradford og Fannari Ólafssyni eitthvað saman. Það er allt á suðupunkti strax í upphafi leiks.

19.10. Rögnvaldur Hreiðarsson og Björgvin Rúnarsson dæma leikinn.

19:09. Íþróttahúsið í Grindavík er að fyllast af áhorfendum. Fjölmargir stuðningsmenn KR eru mættir á svæðið og „Miðjan“er áberandi á pöllunum.

19:08. Brynjar Björnsson er ekki í leikmannahóp KR en hann gekk nýlega í raðir KR á ný eftir að hafa leikið með Francis Marion-háskólanum í Bandaríkjunum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert