Jakob Örn: „Vonbrigðin eru gríðarleg“

Jakob Örn Sigurðarson skorar gegn Stjörnumanninum Justin Shouse.
Jakob Örn Sigurðarson skorar gegn Stjörnumanninum Justin Shouse. mbl.is/Hag

„Vonbrigðin eru að sjálfsögðu gríðarleg og ég get eiginlega ekki lýst því hvernig mér líður,“ sagði Jakob Örn Sigurðarson leikmaður KR eftir tapið gegn Stjörnunni.

„Það klikkaði eiginlega allt hjá okkur. Skotin fóru ekki ofaní, vörnin var léleg í upphafi leiksins og við náðum aldrei okkar takti. „Stóra skotið“ kom aldrei þar sem við náðum að jafna eða komast yfir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert