KR varð í dag bikarmeistari kvenna í körfuknattleik þegar liðið hafði betur í skemmtilegum úrslitaleik við Keflavík í Laugardalshöll, 76:60. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var stigahæst í liði KR með 18 stig og Hildur Sigurðardóttir gerði 17 stig auk þess að taka báðar 11 fráköst hvor. Einnig lék Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir vel hjá KR, setti 13 stig, tók 12 fráköst og átti 4 stoðsendingar.
Hjá Keflavík var Bryndís Guðmundsdóttir stigahæst með 14 stig.
Þá var hægt að nálgast tölfræði leiksins hér.
Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is.
LEIK LOKIÐ. KR fer með sigur af hólmi, 76:60 og eru því bikarmeistarar í Subway bikarkeppni KKÍ árið 2009.
39. KR-ingar er komnir langleiðina með að tryggja sér dolluna. Staðan er 72:56 fyrir Vesturbæjarkonur. Sigrún Ámundadóttir og Hildur Sigurðardóttir hafa leikið virkilega vel hjá KR.
37. KR hefur náð nokkuð ágætri forystu og hefur nú yfir, 68:56. Stemningin er KR megin.
35. KR er komið á siglingu á nýjan leik. Eftir að allt hafði verið í járnum í fyrstu þrjár mínútur fjórða leikhluta tóku KR-ingar sig til og hafa nú sex stiga forystu, 62:56. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir hefur verið afar mikilvæg fyrir KR síðustu mínútur.
48:50. Þegar aðeins einum leikhluta er ólokið er staðan 48:50 fyrir KR. Æsispennandi lokasprettur eftir, enda gífurlega mikið í húfi, sjálfur bikarmeistaratitillinn.
30. Birna Valgarðsdóttir setti niður þriggja stiga körfu og jafnaði leikinn fyrir Keflavík, 48:48.
28. Það er ekkert hægt að kvarta undan sveiflunum í þessum leik. Nú munaði aðeins einu stigi á liðunum, 43:44 fyrir KR.
25. Munurinn aðeins fjögur stig. KR er yfir, 44:40.
23. Keflavík er komið til lífsins og hefur minnkað muninn í aðeins sex stig, staðan 38:44. Nú fer þetta að verða leikur aftur!
32:42. KR hefur yfir 32:42 þegar öðrum leikhluta er lokið og komið að hálfleik. Hildur Sigurðardóttir er stigahæst í liði KR með 11 stig og Helga Einarsdóttir hefur gert 10 stig. Svava Ósk Stefánsdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir hafa báðir gert 7 stig hvor fyrir Keflavík.
17. Stigaskorun hefur verið í lágmarki síðustu mínúturnar. Það er þó KR sem ræður ferðinni, staðan, 21:36.
13. KR hefur enn undirtökin og þegar hér var komið við sögu var tíu stiga munur á liðunum, 31:21 fyrir KR.
17:25. Eftir fyrsta leikhluta hafði KR yfir, 25:17. KR átti stórkostlega byrjun þegar liðið skoraði 20 stig í röð eftir að Keflavík setti niður fyrstu þrjú stig leiksins. Sigrún Ámundadóttir hefur gert 7 stig fyrir KR og Helga Einarsdóttir 6 stig en hjá Keflavík er Pálína Gunnlaugsdóttir stigahæst með 6 stig að loknum fyrsta leikhluta.
9. Boðið er upp á hraðann og skemmtilegan körfuknattleik að hálfu beggja liða og nóg af stigum fengið að líta dagsins ljós enn sem komið er. KR hefur yfir 25:14.
7. Keflavík hrökk aðeins í gang og tókst að laga stöðunni í 9:20.
4. KR er á þvílíku svaka skriði og liggur hafa skorað 20 stig í röð gegn engu hjá Keflavík. Staðan 20:3 fyrir KR.
1. Keflavík fór vel af stað, náði boltanum eftir dómarakastið og Guðrún Arna Sigurðardóttir skoraði þriggja stiga körfu fyrir Keflavík. KR setti síðan niður tvö þriggja stiga skot í röð og staðan 3:6 fyrir Keflavík eftir skamman tíma.