Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði KR í úrslitum bikarkeppni KKÍ í karlaflokki, Subwaybikarsins, í Laugardalshöllinni. Lokatölur 78:76.
Stjarnan hefur aldrei áður leikið til úrslita í þessari keppni og er þetta því fyrsti bikarmeistaratitill félagsins. KR varð síðast bikarmeistari árið 1991. Fylgst var með gangi mála á mbl.is.
4. leikhluta er lokið, 76:78.
29 sek. eftir. Jason Dourrisseau á vítalínunni og skorar úr tveimur vítaskotum. Staðan 78:76. Stjarnan hélt boltanum allt fram að lokasekúndum leiksins en Jason Dourrisseau tók síðasta skot leiksins sem fór ekki ofaní. Ótrúlegur leikur og baráttugleði Stjörnunnar skilaði liðinu sigri.
Jón Arnór Stefánsson var stigahæstur í liði KR með 29 stig og Jakob Örn Sigurðarson skoraði 15 og gaf 10 stoðsendingar. Í liði Stjörnunnar var Jovan Zdravzeski stigahæstur með 23 stig og Justin Shouse skoraði 22 stig og gaf að auki 9 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Fannar Helgason tók 19 fráköst í liði Stjörnunnar.
1.27 mín eftir.
3.25 mín eftir af leiknum. Stjarnan tekur leikhlé. Staðan 73:71 fyrir Stjörnuna. Pressuvörn KR skilar árangri. Justin Shouse fær varla boltann til þess að setja upp sóknir Stjörnunnar.
Helgi Magnússon hefur lokið keppni hjá KR. Hann fékk sína 5. villu þegar 5 mínútur lifðu af leiknum.
3. leikhluta er lokið, 56:64
Justin Shouse skoraði síðustu stig þriðja leikhluta með ótrúlegu þriggja stiga skoti. Jón Arnór skoraði 8 síðustu stig KR.
5. mín. Stjarnan gefur ekkert eftir. Kjartan Kjartansson skoraði 5 stig í röð og kom Stjörnunni í 57:48 með þriggja stiga skoti. KR leikur pressuvörn á sóknarhelming sínum en það hefur ekki borið árangur.
2. leikhluta er lokið, 35:42.
Stjarnan er með sjö stiga forskot í hálfleik og kemur það eflaust mörgum á óvart. Sóknarleikur KR er ekki góður og Jason Dourrisseau hefur aðeins skorað 3 stig fyrir KR þrátt fyrir ótal skottilraunir. Hann er með 11 fráköst en Jón Arnór Stefánsson er stigahæstur í liði KR með 16 stig. Justin Shouse skoraði 16 stig fyrir Stjörnuna í fyrri hálfleik og Jovan Zdravzeski er með 15 stig. Fannar Helgason er með 10 fráköst í liði Stjörnunnar.
Benedikt Guðmundsson þjálfari KR tók leikhlé í stöðunni 31:35 og 5 mínútur eftir af öðrum leikhluta. Hann er ekki sáttur við sóknarleik liðsins. Jovan Zdravzeski og Justin Shouse hafa skorað 13 stig hvor fyrir Stjörnuna en Jón Arnór er með 16 stig.
1. leikhluta er lokið, 24:25.
Stjarnan er með eins stigs forskot eftir fyrsta leikhluta. Justin Shouse skoraði 11 stig í leikhlutanum og Jón Arnór Stefánsson er með 15 stig í liði KR:
Jón Arnór byrjaði leikinn af krafti og þegar 4 mínútur voru liðnar af leiknum hafði Jón skorað 10 stig.