„Þeir hittu nánast úr öllum skotum í upphafi leiksins en við héldum okkur við leikplanið sem við trúðum á. Það er einn helsti styrkleiki liðsins að okkur hefur yfirleitt gengið vel í fjórða leikhluta í jöfnum leikjum. Ég vonaðist því eftir að allt væri í járnum eftir þriðja leikhluta því ég vissi að við gætum höndlað pressuna,“ sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eftir 78:76-sigur liðsins gegn KR í úrslitum Subwaybikarkeppninnar í körfuknattleik karla í dag.
Nánar verður fjallað um leikinn á íþróttasíðum Morgunblaðsins á morgun.