Keppni í NBA-deildinni hófst að nýju eftir Stjörnuleik NBA um síðustu helgi. Los Angeles Lakers átti ekki í miklum vandræðum með Atlanta en Lakers fagnaði sigri, 96:83, þrátt fyrir Kobe Bryant hefði afskaplega hægt um sig.
Kobe skoraði aðeins 10 stig sem er lægsta stigaskor hans á leiktíðinni en Lmar Odom var stigahæstur í Lakers-liðinu með 15 stig, Derek Fisher skoraði 14 og Pau Gasol 12.
Kevin Durant fór mikinn í liði Oklahoma og skoraði 47 stig en það dugði skammt því liðið taðaði fyrir New Orleans, 100:98.
New York hafði betur gegn San Antonio Spurs í framlengingu, 112:107. Nate Robinson var atkvæðamestur hjá New York með 32 stig en hjá Spurs var Tim Duncan atkvæðamestur með 26 stig.
Úrslitin í nótt:
New York - San Antonio 112:107
Orlando - Charlotte 107:102
Washington - Minnesota 111:103
Indiana - Philadelphia 100:91
Detroit - Milwaukee 86:92
Oklahoma - New Orleans 98:100
Houston - New Jersey 114:88
Utah - Memphis 117:99
Phoenix - LA Clippers 140:100
LA Lakers - Atlanta 96:83