McGrady úr leik hjá Houston Rockets

Tracy McGrady.
Tracy McGrady. Reuters

Tracy McGrady mun ekki leika fleiri leiki með Houston Rockets í NBA-deildinni í körfuknattleik á þessari leiktíð en hann fer í aðgerð á hné allra næstu dögum.  McGrady er þriðji stigahæsti  leikmaður liðsins en hann hefur misst af 19 leikjum í vetur vegna meiðsla.

Á undanförnum árum hefur meiðslasaga McGrady verið helsta fréttaefnið og liðsfélagar hafa m.a. gagnrýnt hann fyrir „að gera sér upp meiðsli“.

Rick Adelman þjálfari Houston var allt annað en ánægður með McGrady en hann fékk að vita af fyrirhugaðri aðgerð í gegnum fjölmiðla.

Houston hefur spjarað sig ágætlega án McGrady en liðið hefur unnið 13 af alls 19 leikjum þar sem hann hefur setið á bekknum meiddur. Liðið er í 5. sæti vesturdeildar með 33 sigurleiki en liðið hefur tapað 21 leik.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka